Stapasafn opnar
Stapasafn, nýtt útibú Bókasafns Reykjanesbæjar hefur opnað almenningi!
Formleg opnun var haldin 31. janúar með glæsilegri kynningu á safninu.
Stapasafn er samsteypusafn, sem þýðir að það starfi bæði sem skólabókasafn og almenningsbókasafn. Við hvetjum gesti Bókasafnsins til að nýta sér aðstöðu Stapasafns en þar verður m.a. hægt að sækja og skila bókum á meðan á flutningum Aðalsafns stendur.
Safnið er staðsett á Dalsbraut 11, í Innri-Njarðvík og gengið er inn sama inngang og íþróttahúsið. Hægt er að hafa samband við starfsfólk Stapasafns ef einhverjar spurningar vakna, í síma 420 1660.
Opnunartími Stapasafns er eftirfarandi:
Mánudaga til föstudaga: 08.00 – 18.00
Laugardaga: 10.00 – 14.00
Stefnt er að því að lengja opnunartímann síðar, með opnun sundlaugarinnar. Við komum með að tilkynna lengri opnun þegar að því kemur.