Drifkraftur framfara

Í tilefni af stofnun Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku, fyrir 50 árum stendur nú yfir afmælissögusýning í Gryfjunni sem ber yfirskriftina „Drifkraftur framfara“. Sýningin var formlega opnuð síðastliðna Ljósanótt og var framlag HS Orku til hátíðarinnar 2024.

Á sýningunni, sem hönnuð er í samstarfi við hönnunarfyrirtækið Gagarín, er dregin upp mynd af einstakri frumkvöðlahugsun og framsýni, sem einkennt hafa fyrirtækið og rekstur þess í hálfa öld.

Sýning HS Orku fléttast vel saman við nýlega uppfærslu á sýningarefni gestastofu Reykjanes Jarðvangsins  í Gryfjunni. UNESCO viðurkenndi Reykjanes sem UNESCO Global Geopark árið 2015.

Sýning HS Orku mun standa í Duus safnahúsum til loka marsmánaðar.