Skyndihjálp ungbarna
26.01 kl. 10:30-11:30
Viðburðir - forsíða
Viltu læra að bregðast rétt við ef óhapp hendir?
Skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins í Stapasafni. Námskeiðið miðar að ummönnun ungra barna og hvernig skal bregðast við ef slys ber að höndum.
Foreldrar hjartanlega velkomnir með krílin - ókeypis aðgangur.
Á foreldramorgnum er boðið upp á fræðsluerindi einu sinni í mánuði en hina dagana geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.
Foreldramorgnar eru alla mánudaga kl. 10.30 í Stapasafni og alla fimmtudaga kl. 11 í Aðalsafni.