Skiptu gömlum fötum út fyrir ný

Fataskiptimarkaður verður haldinn í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 19. september frá klukkan 13.00 til 16.00.

 
Þar verður hægt að skipta á gömlum fötum fyrir ný. Markaðurinn er fyrir vel með farin föt og leikföng en sérstök áhersla verður lögð á útifatnað að þessu sinni.
 
Ekki er nauðsynlegt að taka föt þótt þau séu skilin eftir og ekki er nauðsynlegt að skilja eftir þótt föt séu tekin.
Hlökkum til að sjá ykkur.