Skiptimarkaður í Stapasafni
22. apr - 10. maí
Viðburðir - forsíða
Bókasafn
Stapasafn verður með skiptimarkað á opnunartíma safnsins með útifötum og útileikföngum.
Skiptimarkaðurinn hefst 21. apríl, í tilefni af viku 17. Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðunum á dagskrá Bókasafns Reykjanesbæjar.
Nánari upplýsingar um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á heimsmarkmidin.is
Markaðurinn mun einnig vera hluti af dagskrá BAUNar (barna- og ungmennahátíð í Reykjanesbæ) og klárast því 10. maí.
Stapasafn er staðsett á Dalsbraut 11 í Innri-Njarðvík. Safnið er opið 08.00 – 18.00 virka daga og 10.00 – 14.00 laugardaga.