Skiptiborð fyrir jólasveina - dót í skóinn
Til 23. des
Viðburðir - forsíða
Bókasafn
Í desember bjóðum við gestum að koma með leikföng, bækur og annað nytsamlegt á jólaskiptiborðið okkar og jafnframt taka eitthvað með sér ef það hentar.
Jólasveinar í tímaþröng eru líka hjartanlega velkomnir að grípa með sér góða skógjöf.
Borðið er staðsett í Verinu, hönnunarsmiðjunni okkar við aðalinnganginn í Aðalsafni. Við vonum að skiptiborðið kalli fram gleði hjá bæði stórum og smáum gestum. 
Skiptiborðið er hluti af vistvænum jólum í Bókasafni Reykjanesbæjar