„Saumað fyrir umhverfið“ verður mánudaginn 4. mars kl. 16-18 á neðri hæð bókasafnsins. Vinsamlegast athugið breytta dagsetningu - en héðan í frá verður saumað fyrsta mánudag hvers mánaðar en ekki fyrsta laugardag.
Saumaðir verða margnota taupokar sem eru síðan gefnir í Pokastöðina. Áhugasamir þurfa ekki að kunna að sauma til þess að geta tekið þátt. Efni og saumavélar verða á staðnum en þátttakendur eru hvattir til að mæta með alls konar efni og einnig er í boði að mæta með eigin saumavélar.
Hvað er Pokastöð?
Pokastöðvar eru til í nokkrum sveitarfélögum á Íslandi en það er stöð þar sem fólk getur fengið að láni margnota taupoka, t.d. í bókasafninu og matvöruverslunum. Margir eiga það til að gleyma margnota pokum heima og þá er hægt að fá taupoka að láni og skila honum síðar á hvaða Pokastöð sem er.
Af hverju að sauma fyrir umhverfið?
Bókasafnið tekur þátt í átakinu Plastlaus september sem miðar að því að vekja fólk til umhugsunar um ofnotkun plasts og skaðsemi plasts fyrir umhverfið. Margnota taupokar geta auðveldlega komið í stað plastpoka.