Ratleikur: Didda og dauði kötturinn
Afmælisratleikur á slóðum Diddu í gamla bænum í allt sumar!
Hægt er að spila ratleikinn í gegnum snjalltækið Actionbound (QR kóði í safninu) eða á pappír sem sækja má í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Í leiknum er farið á milli stöðva í gamla bænum í Keflavík – á slóðir Diddu og dauða kattarins. Á hverjum stað er spurt út í söguna, leystar skemmtilegar þrautir og stigum safnað um leið. Leikurinn byrjar við Norðfjörðsgötu 1 þar sem Didda bjó. Á leiðinni er hægt að telja ketti sem finna má á fjölda staura í hverfinu. Við hvetjum flesta til þess að ganga, skokka eða hjóla.
Aðferðin er einföld. Það þarf aðeins að vera með snjallsíma eða spjaldtölvu til þess að taka þátt ásamt því að sækja snjallforritið hér eða fá ratleikinn á pappírsformi í Bókasafni Reykjanesbæjar.
Til þess að vinna stig þarf að svar laufléttum spurningum úr sögunni.
Mánudaginn 10. júní kl. 15.00 er svo bíósýning í Duus þar sem sýnd verður myndin Didda og dauði kötturinn. Myndin fjallar um hina níu ára Diddu sem býr í gamla bænum í Keflavík. Didda elskar að fylgjast með nágrönnum sínum og velta fyrir sér hvað þeir eru að brasa. Einn daginn leiða njósnirnar hana fram af skúrþaki þannig að hún dettur ofan í lýsistunnu...
Popp og djús meðan birgðir endast. Frítt inn á meðan húsrúm leyfir.
Þau sem spila ratleikinn milli 13-15 þennan dag geta átt von á skemmtilegum uppákomum á slóðum Diddu og dauða kattarins.