Plokkum saman!
22.-26. apr
Viðburðir - forsíða
Stapasafn verður með plokkbingó í tilefni af Viku 17 dagana 22., 23., 25. og 26. apríl á opnunartíma safnsins.
Í afgreiðslunni getið þið nálgast bingóblöðin og fengið plokktangir til útlána. Þá farið þið út í náttúruna og reynið að plokka sem flest af því sem er á bingóblaðinu. Að því loknu getið þið skilað blaðinu aftur í afgreiðslu safnsins.
Vika 17 er alþjóðleg vika heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir heimsmarkmiðunum á dagskrá Bókasafns Rreykjanesbæjar. Nánari upplýsingar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á heimsmarkmidin.is
Stapasafn er staðsett á Dalsbraut 11 í Innri-Njarðvík. Safnið er opið 08.00 – 18.00 virka daga og 10.00 – 14.00 laugardaga.
Öll eru hjartanlega velkomin til að taka þátt.