Pantaðu bækur

Þú getur pantað bækur í gegnum netfangið bokasafn@reykjanesbaer.is, í síma 421-6770 eða skilaboða hlekkin á facebook síðu safnsins.
Við finnum til allar bækurnar sem þig langar að lesa (ef þær eru ekki uppteknar í vinnunni hjá öðrum lesendum) og þú sækir svo tilbúinn bókapakka.
 
Ef þú fylgist með Instagram síðu Bókasafns Reykjanesbæjar getur þú séð hvaða nýju dásamlegu bækur eru að flytja í hillurnar til okkar.
 
Vissir þú að lestur getur:
 
* Aukið samkennd
- með því að sjá heiminn úr öðru sjónarhorni en þínu eigin átt þú betra með að skilja og sjá sjónarmið annara.
 
* Haldið heilanum þínum heilbrigðum.
 - Alveg eins og það er mikilvægt að halda vöðvum líkamans í hreyfingu til að hægja á öldrun er mikilvægt að þjálfa heilann. Að lesa eða pússla getur hægt á heilabilun vegna öldrunar eða Alzheimers sjúkdómnum.
 
*Dregið úr streitu.
- Háskólinn í Sussex sýndi fram á í rannsókn að streita hjá þátttakendum lækkaði um 68% við það að lesa í 6 mínútur. Já þú last rétt - 6 MÍNÚTUR!
 
*Hjálpað þér að sofa betur.
- Bláa ljósið sem kemur frá skjám snjalltækja ruglar melatónín framleiðslu líkamans. Melatónín er hormón sem hjálpar okkur að slaka á og sofna. Að skoða fréttir, tölvupóst eða samfélagsmiðla heldur okkur frekar virkum og stressuðum. Að kjósa frekar að lesa bók eykur gæði svefns og kemur þér fyrr í slökunarástand.
 
*Sett gott fordæmi fyrir yngri kynslóðina.
- Ef það skiptir þig máli að börnin þín læri góða siði er besta leiðin til að kenna þeim þá að fara eftir þeim sjálf. Það er mjög mikilvægt að lesa fyrir börn og ekki síður mikilvægt að setja gott fordæmi og lesa bækur heima.
 
 -þessir fróðleiksmolar voru lauslega þýddir af þessu vefsvæði: https://ravenreads.org/blogs/news/top-5-benefits-of-reading-books