Notaleg sögustund: Áfram Latibær

Laugardaginn 30. október kl. 11.30 er Notaleg sögustund með Höllu Karen.

Að þessu sinni syngur Halla Karen og segir sögur úr Latabæ.

Áfram Latibær var fyrst gefin út árið 1995 af Magnúsi Scheving en sagan var síðar sett upp sem leikrit og sjónvarpsþættir sem notið hafa vinsælda um allan heim.

Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna.

 

Ókeypis er á viðburðinn og allir hjartanlega velkomnir.