Notaleg samverustund - Stapasafn
22.09 kl. 10:30-11:30
Viðburðir - forsíða
Foreldramorgnar verða nú alla mánudaga klukkan 10.30 í Stapasafni (Dalsbraut 11, Innri-Njarðvík).
Á foreldramorgnum geta foreldrar og ungbörn átt saman notalega stund í þægilegu umhverfi.
Boðið er upp á fræðsluerindi einu sinni í mánuði en hina dagana geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.
Hópurinn er á Facebook - hann má finna hér!
Hittingarnir eru ókeypis og öll hjartanlega velkomin!