Munnheilsa ungra barna
Fimmtudaginn 25. september klukkan 11.00 kemur Helena Ósk Árnadóttir tannlæknir og ætlar að fræða okkur um munnheilsu ungra barna á Foreldramorgni í Aðalsafni.
Helena fer yfir hvenær fyrstu tennurnar koma, hvernig best er að bursta, áhrif snuðs og hvað gera skal ef slys verða á barnatönnum. Yngstu krílin fá tannbursta frá Jordan að gjöf.
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin með litlu krílin.
Á foreldramorgnum er boðið upp á fræðsluerindi einu sinni í mánuði en hina dagana geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.
Foreldramorgnar eru alla mánudaga kl. 10.30 í Stapasafni og alla fimmtudaga kl. 11 í Aðalsafni.
Hópurinn er á Facebook og er að finna hér.