Önnur nálgun

Náttúra Reykjanessins er einstök. Oddgeir og Sossa hafa hér fangað sérkenni Suðurnesja/Reykjanessins í sitthvorn miðilinn, með áherslu á liti og fjölbreytileika umhverfisins út frá sitthvoru listrænu sjónarhorninu - Ljósmyndarinnar og Málverksins.  

Um er að ræða samvinnuverkefni listmálarans Sossu Björnsdóttir og ljósmyndarans Oddgeirs Karlssonar – og eins og nafn sýningarinnar vísar til, þá nýta þau sitthvorn miðilinn til að túlka viðfangsefnið. Þau Sossa og Oddgeir haft hvort um sig , starfað við fag sitt í ára tugi á Suðurnesjum og leiðir þeirra legið saman á ýmsum sviðum. Náttúran hefur alla tíð verið viðfangsefni beggja, en segja má að hugmynd að þessari samvinnu hafi kviknað haustið 2023, þegar þau uppgötvuðu, að þau áttu bæði 30 ára útskriftarafmæli frá listaháskólum í Bandaríkjunum