Ljósanótt 2022 | Dagskrá Bókasafnsins

Að vanda verður Bókasafn Reykjanesbæjar með fjölbreytta dagskrá á Ljósanótt dagana 1. - 3. september. Líkt og síðustu ár mun bókakostur um Reykjanes prýða standa safnsins, í tilefni Ljósanætur í Reykjanesbæ. Hvetjum öll til þess að koma í bókasafnið og njóta allra viðburða sem eru í boði.

 Dagskráin er annars sem hér segir:

Fimmtudagurinn 1. september

16.30 - 18.00 Uppskeruhátíð sumarlesturs. Við hefjum leika á að tilkynna hvaða grunnskóli las mest í sumar. Kl. 16.30 verður sýnd myndin Lego: Batman með íslensku tali. Boðið verður upp á popp og djús á meðan birgðir endast. Hvetjum alla til þess að mæta í ofurhetjubúningi!

17.00 - 17.30 Opnun sýningar Ofurhetjur fara sínar eigin leiðir. Á sýningunni verða munir, bækur og blöð er tengjast ofurhetjuheiminum.

Föstudagurinn 2. september

16.00 - 17. 00 Ljóðalestur vinningshafa í ljóðasamkeppni Bryggjuskálda á Suðurnesjum og verðlaunaafhending.

Laugardagurinn 3. september

15.00 - 16.00 Hljómsveitin Midnight Librarian spilar í Miðju safnsins