Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ
1.-11. maí
Listahátíð barna og ungmenna í Reykjanesbæ verður haldin í nítjánda sinn í Listasafni Reykjanesbæjar og Duus Safnahúsum 1. - 11. maí 2025.
Grunn- og leikskólar Reykjanesbæjar eru með formlega séropnun miðvikudaginn 30. apríl.
Fjölbrautaskóli Suðurnesja opnar sýningu í Bíósal þann 30. apríl kl. 15:00 - 17:00.
Þann 1. maí er opið fyrir almenning til og með 11. maí.
Komið við og sjáið sköpunargleði barna og ungmenna í Reykjanesbæ.
Aðgangur er ókeypis á meðan listahátíð stendur yfir, verið öll innilega velkomin!
Opnunartími listahátíðar:
Virkir dagar 9:00 - 17:00.
Helgar 11:00 - 17:00.
Virkir dagar 9:00 - 17:00.
Helgar 11:00 - 17:00.
----
Listasafn Reykjanesbæjar fékk styrk frá Barnamenningarsjóði til þess að koma á samstarfi grunnskóla og listamanna. Ákveðið var að 5. bekkur í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar myndi taka þátt í verkefni fyrir listahátíðina og var þemað 204 metrar á sekúndu.
Yfirskrift sýningarinnar hjá leikskólabörnum er Orð eru ævintýri.
Listahátíðin er hluti af BAUN, barna- og ungmennahátíð, og er afrakstur fjölbreytts listastarfs nemenda úr öllum leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar og af listnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja