Lesið og sungið fyrir börnin

Notalegar sögustundir með Höllu Karen njóta mikilla vinsælda í Bókasafninu þar sem hún les og syngur fyrir börnin úr skemmtilegum ævintýrum.

Sögustundirnar eru haldnar síðasta laugardag hvers mánaðar klukkan 11.30.

 

Nú hittumst við í Stapasafni á Dalsbraut 11 vegna flutnings Aðalsafns á Hjallaveg.

 
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.