Lestur er ofurkraftur!
1. jún - 30. ágú
Viðburðir - forsíða
Bókasafn
Líkt og ofurhetjur fer lesturinn aldrei í frí :)
Í sumar hvetjum við öll til að setja á sig ofurhetjuskikkjuna og taka þátt í Sumarlestri. Lestur veitir ofurkraft, því meira sem þú lest, því meira lærir þú og skilur.
Í Bókasafni Reykjanesbæjar færðu sumarlestursheftið. Það inniheldur 6 lestraráskoranir og skemmtilegt ofurhetjuspil. Í hvert sinn sem áskorun lýkur kvittar foreldri/forráðamaður og lestrarhetjan heimsækir bókasafnið með staðfestinguna til þess að fá límmiða til að líma á spilaborðið.
Í Átthagastofu er sumarsýning og þar keppast grunnskólabörn í Reykjanesbæ um það hvaða skóli les flestar bækur í sumar. Allir skólarnir eiga sinn einkennislit og eftir hverja bók sem barnið les bætist við t.d. laufblað, fiskur eða fugl í lit skólans sem barnið er í.
Uppskeruhátíð sumarlestursins
Til þess að fagna skemmtilegum Sumarlestri verður Uppskeruhátíð föstudaginn 30. ágúst nk.
Grunnskólarnir sem hafna í 1. til 3. sæti fá viðurkenningarskjal og peningaverðlaun fyrir bókakaupum. Að því loknu verður Bingo í Miðju safnsins og veglegir vinningar í boði.