Kanntu mannganginn?

Þriðjudaginn 27. júlí milli 15-18 verður teflt saman í Bókasafni Reykjanesbæjar.
 
Sett verða upp taflborð í miðju safnins þar sem gestir og gangandi geta sest niður og telft saman. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
 
Hvetjum jafnt börn sem fullorðna sem kunna mannganginn í skák til þess að mæta. Frábært tækifæri til samveru.
 
Umsjón: Sigurbergur Bjarnason