Hulduefni - Vilhjálmur Bergsson

Í fremri sal opnar Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar (1937) frá Grindavík. Vilhjálmur er listamaður með ákveðna sýn og heildstætt ævistarf, þar sem hann var jafnan að vinna út frá því sem hann kallaði lífrænar víddir. Vilhjálmur stundaði nám í Handíða- og myndlistarskólanum frá 1951-1953. Haustið 1958 fór hann til Kaupmannahafnar og dvaldist næstu tvö árin við listnám og síðan var hann önnur tvö ár í París. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir, sérfræðingur hjá Listasafni Reykjanesbæjar.  

 

Myndverk sýningarinnar eru valin úr nýlegri gjöf listamannsins til Listasafns Reykjanesbæjar, elstu verkin eru frá sjötta áratug síðustu aldar, allt til dagsins í dag. Þannig er Hulduefni, yfirlitssýning valdra myndverka frá ferli Vilhjálms Bergssonar.   Hulduefni, einkasýning Vilhjálms Bergssonar er styrkt af Myndlistarsjóði.