Djass sendiboðarnir í Bókasafninu

Hljómsveitin Djass sendiboðarnir tekur ofan hattinn fyrir goðsögnum ,,Hard Bop'' - tímabilsins í miðju safnsins, fimmtudaginn 17. október kl. 20.00

Leikin verða lög eftir Wayne Shorter, Hank Mobley, Lee Morgan, Kenny Dorham og fleiri þar sem áherslan er á sveiflu, lagræn sóló og almennan hressleika.

 

Djass sendiboðarnir hafa verið starfandi frá árinu 2007 og trommuleikarin Erik Qvick leiðir kvintettin. Hljómsveitin samanstendur af nokkrum reyndustu djassleikurum landsins og hefur t.ð komið fram á tónleikum djassklubbsins Múlan og Listasumri Akureyrar.

Hljómsveitina skipa þeir: Snorri Sigurðarson (trompet), Ólafur Jónsson (saxófónn), Agnar Már Magnússon (píanó), Þorgrímur Jónsson (bassi) og Erik Qvick (trommur).

 

Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.