Fyrsti kossinn

Leikfélag Keflavíkur tekur nokkur lög úr söngleiknum „Fyrsti kossinn“ í Bókasafni Reykjanesbæjar laugardaginn 16. október kl. 14.30.

 

Söngleikurinn „Fyrsti kossinn“ verður frumsýndur í Frumleikhúsinu þann 22. október næstkomandi.

 

Á Safnahelgi á Suðurnesjum verður sýningin Smá-brot; Tónlist og útgáfa á Suðurnesjum opin alla helgina. Sýningin var sett upp í kringum safneign tengdum átthögum Reykjaness auk ýmissa lánsmuna sem velviljaðir vinir safnsins hafa lánað. Markmiðið er ekki að vera með yfirgripsmikla sögusýningu heldur sýna skemmtileg brot frá liðnum tíma, nær og fjær.

 

Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

 

Bókasafnið er opið laugardag 11.00-17.00 og sunnudag 13.00-16.00.