Fræðsla um einhverfu á fullorðinsárum

Á fræðslunni ætla Guðlaug Svala, Hildur Valgerður og Sigrún frá Einhverfusamtökunum að fræða okkur um einhverfu á fullorðinsárum.

Þær fara m.a. yfir það hvernig það er að fá greiningu á fullorðinsárum, segja frá reynslu og upplifun annarra ásamt því að gefa okkur góð ráð.

Námskeiðið er opið öllum og er ókeypis.

Námskeiðið er haldið af Einhverfusamtökunum í samstarfi við verkefnið Velferðarnet Suðurnesja.

Hvar: Bókasafn - Miðjan

Hvenær: 23.mars kl.17.00-19.30