Fornleifar úr Vogi í Höfnum

Munir sem fundust við fornleifauppgröft í Vogi í Höfnum eru á sýningu í Víkingaheimum. 

Mjög áhugavert viðtal við Bjarna F. Einarsson fornleifafræðing um fornleifauppgröft í Vogi í Höfnum á Reykjanesi má finna á Youtube. Bjarni segir frá uppgreftrinum og niðurstöðum rannsókna m.a. á munum sem fundust og aldursgreiningum. Bjarni leiðir líkum að því að skálinn hafi verið útstöð frá N-Evrópu og að fyrstu menn hafi komið hingað til nýta auðlindir landsins. En hér mátti m.a. finna mikið magn af verðmætum tönnum rostunga og hvala. Síðar hafi fólk flust til landsins og landnámið hófst.