Foreldramorgunn - fyrirlestur

Skipulagður fyrirlestur á foreldramorgni um skaðleg efni í nærumhverfi okkar og af hverju börn eru útsettari fyrir
áhrifum þeirra.

Rætt verður um skaðsemi mismunandi efna og hvernig hægt er að lágmarka snertingu barna við skaðleg efni í nærumhverfi með einföldum lausnum, upplýstu vöruvali og réttri notkun vara.

 
Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:
 
Hvaða efni í nærumhverfi barna eru skaðleg heilsu þeirra?
Af hverju eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir þeim?
Hvaða áhrif hafa þessi efni?
Hvar eru þau helst að finna?
Hvaða vörur er hægt að nota í staðinn?
 
Fyrirlesari er Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi.
 
Við hittumst í Stapasafni á Dalsbraut 11, fimmtudaginn 8. maí kl. 11.00.
 
Boðið er upp á vatn og kaffi.
 
Viðburðurinn er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.