Foreldramorgunn: Að vera kynvera og foreldri

Á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn 16. maí kl. 11-12 kemur Sigga Dögg kynfræðingur og ræðir um hvernig er að vera kynvera og foreldri. 

Sigga dögg mun spjalla um hvernig nýtt barn getur haft áhrif á sambandið, mann sjálfan og auðvitað kynlífið, en einnig hvernig má fræða börn frá fæðingu um líkamann, samþykki, og ást.

------------

Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 11 í Bókasafni Reykjanesbæjar.

Boðið er upp á fræðsluerindi annan hvern fimmtudag en hinn fimmtudaginn geta foreldrar mætt með börnin sín og spjallað, drukkið kaffi og gluggað í bækur. Öll fræðsluerindin tengjast barnauppeldi og foreldrahlutverkinu á mismunandi hátt og leitast er eftir að hafa erindin fjölbreytt og endurspegla samfélagsumræðu dagsins í dag um uppeldi barna.

Bókasafn Reykjanesbæjar býður upp á notalegt umhverfi fyrir foreldra og börn. Í barnahorninu eru dýnur, leikföng, góð skiptiaðstaða er á salerni og gott aðgengi fyrir barnavagna, bæði inni í safninu og fyrir utan.