Foreldramorgunn
10.04 kl. 11:00-12:00
Viðburðir - forsíða
Bókasafn
Foreldramorgnar eru vikulegir hittingar þar sem foreldrar og ungabörn geta átt saman notalega stund í þægilegu umhverfi.
Nú hittumst við í Stapasafni á Dalsbraut 11, alla fimmtudaga kl. 11.00 á meðan á flutningi Aðalsafns stendur.
Einu sinni í mánuði er skipulagður fyrirlestur um málefni sem varðar heilsu ungbarna og/eða foreldra. Fyrirlestrarnir eru auglýstir hér á heimasíðunni okkar, Visit Reykjanesbær og á samfélagsmiðlum Bókasafnsins (Facebook, Instagram).
Boðið er upp á vatn og kaffi.
Hittingarnir eru ókeypis og öll hjartanlega velkomin.