Fast þeir sóttu sjóinn

Grímur hófst handa við smíði líkananna um fimmtugt og safnaði af mikilli elju ýmis konar fróðleik um sögu sjávarútvegs á Íslandi. Grímur var afkastamikill og eftir hann liggja á fimmta hundrað líkön í eigu ýmissa stofnana og einstaklinga. Fyrir smíði sína var Grímur sæmdur hinni íslensku fálkaorðu árið 2009, Menningarverðlaun Reykjanesbæjar það sama ár og Sjómannadagsorðuna 2002. Grímur lést árið 2017.