Erlingur Jónsson

Í innri sal verður sýning á verkum listamannsins Erlings Jónssonar (1930-2022) úr einkasafni fjölskyldu hans. Einnig verða sýndar ljósmyndir af listamanninum sem eru í eigu listasafnsins.

Erlingur fæddist í Móakoti á Vatnsleysuströnd, ólst upp lengst af í Hafnarfirði og flutti Keflavíkur þar sem hann starfaði sem kennari til fjölda ára. Erlingur einbeitti sér alla tíð að listsköpun meðfram kennslustörfum, hafði frumkvæði af því að stofna Baðstofuna, myndlistarskóla í Keflavík, og einnig vann hann lengi með Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara. Erlingur fór til Noregs á áttunda áratugnum til þess að mennta sig í myndlist, að loknu námi kenndi hann við framhaldsskóla í Osló og síðan við listadeild háskólans í Osló.

Árið 1991 var Erlingur fyrstur til þess að hljóta útnefninguna bæjarlistamaður Keflavíkur, nú Reykjanesbæjar, en stór hluti útilistaverka bæjarins eru eftir hann. Einnig eru skúlptúrar eftir Erling á opinberum stöðum í Noregi og Danmörku.