Erlingskvöld

Einn vinsælasti menningarviðburður Bókasafnsins er Erlingskvöld sem að þessu sinni fer fram fimmtudagskvöldið 30.mars og hefst dagskráin klukkan 20.00 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Erlingskvöld er haldið til heiðurs fyrrum bæjarlistarmanni Keflavíkur, Erlingi Jónssyni.

Rithöfundarnir Auður Ava Ólafsdóttir, Óskar Magnússon og Pedro Gunnlaugur Garcia lesa úr verkum sínum auk þess sem Djasshljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar spilar nokkur lög.

Viðburðurinn er ókeypis og  boðið verður upp á kaffi og konfekt.

Öll hjartanlega velkomin en húsið opnar klukkan 19:45.

Erlingskvöld er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.

Auður Ava Ólafsdóttir les upp úr nýjustu bók sinni Eden en bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2022.

Óskar Magnússon les upp úr nýjustu bók sinni Leyniviðauki 4 en sögusvið bókarinnar er m.a. gamla herstöðin á Miðnesheiði.

Pedro Gunnlaugur Garcia les upp úr nýjustu bók sinni Lungu sem kom út fyrir jólin 2022 og hlaut Pedro nýverið íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina.

Djasshljómsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er skipað nemendum sem stunda nám við skólann á háskólastigi.