Endurfundir
Eftir margra ára fjarveru og mikinn söknuð hafa litlar verur ákveðið að sigla frá landinu sínu, Gúbbalandi, til okkar hér í Mannalandi. Það ríkir mikil spenna og eftirvænting á meðal þeirra að hitta gamla vini og ekki síður að kynnast nýju fólki hér í Mannalandinu. Þeir hafa þvegið sokkana, pússað skóna og greitt hárið og ætla að vera í sínu fínasta pússi þegar þeir taka á móti fólki í Gryfjunni í DUUS safnahúsum núna yfir Ljósanótt, áður en þeir sigla svo á ný til Gúbbalands Það má því gera ráð fyrir fögnuði á þessum endurfundum Rut Ingólfsdóttir keramiker er ljósmóðir Gúbbana. Hún er fædd og uppalin í Keflavík. Lærði leirlist við Århus Kunstakademi 2004-2008, en vinnur jafnt með leir, pappamassa og málverk á vinnustofu sinni við Fornubúðir 10 í Hafnarfirði.