Eins manns rusl er annars gull

Hvað eiga pennar, plastpokar, bíóprógrömm, servíettur og eldfæri sameiginlegt?

Á sýningunni má sjá smáhluti sem voru fjöldaframleiddir á árum áður en eru margir fágætari nú á dögum. Stór hluti endaði í ruslinu en til eru þeir sem einsettu sér að safna slíkum hlutum með það markmið að eignast sem flesta og af ólíkum gerðum. Margir hlutanna eru merktir fyrirtækjum eða vörum og því gefst tækifæri til að rifja upp liðna tíð og virða fyrir sér hvernig myndskreytingar og vörumerki hafa breyst í gegnum tíðina.