Ég er unik

Bókasafn Reykjanesbæjar og Blár Apríl bjóða uppá frían aðgang að glænýjum fyrirlestri um heim einhverfunnar

Aðalheiður er stolt einhverfumamma og stofnandi verkefnisins Ég er unik. Hún hefur haldið fyrirlestra í fleiri ár, bæði á Íslandi og í Noregi um sitt ferðalag sem einhverfumamma. Hún er núna komin með glænýjan og öðruvísi fræðslufyrirlestur um einhverfu.

Í honum fer Aðalheiður með ykkur í ferðalag inn í heim einhverfunnar og leyfir ykkur að reyna á eigin líkama hvernig annars konar skynjun getur verið áskorun í dagsdaglegu lífi. Við fáum ekki aðeins fræðslu um HVAÐ er einhverfa og HVERNIG einkennin birtast, heldur einnig HVERS VEGNA.

Í seinni hluta fyrirlestrarins segir Aðalheiður frá sínu árangursríka samstarfi við skólann sem varð til þess að dóttir hennar öðlaðist nýtt líf. Umræðuefni eins og tenglsamyndun og hvatning, að tækla erfiða hegðun og hugsa út fyrir kassann rísa hvað hæst.

Fyrirlesturinn er sjónrænn, hvetjandi, gagnvirkur, persónulegur og hlý upplifun fyrir alla.

Við hlökkum til að sjá ykkur í notalegri stemningu í miðjunni í Bóksafni Reykjanesbæjar kl.20:00-21:30, miðvikudaginn 18.mars. 

Allir hjartanlega velkomnir,
Aðalheiður, Bókasafn Reykjanesbæjar og Blár Apríl