Bókaspjall

Leshringur Bókasafnsins hittist þriðja hvern þriðjudag hvers mánaðar og fer saman yfir valdnar bækur.

 

Að þessu sinni ræðum við bækurnar Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur og Litlir eldar alls staðar eftir Celeste Ng. 

Ekki er nauðsynlegt að lesa báðar bækurnar.

 

Klúbburinn hittist nú í Stapasafni á Dalsbraut 11 í Innri-Njarðvík vegna flutnings Aðalsafns á Hjallaveg.
 
Umsjón með klúbbnum hefur Unnur Ósk Wium Hörpudóttir.
 
Viðburðurinn er ókeypis og öll áhugasöm velkomin!
 
Hér er Facebook-hópur leshringsins þar sem hægt er að fylgjast með því hvaða bækur eru teknar fyrir hverju sinni.