Bókakonfekt barnanna

Eva Rún Þorgeirsdóttir höfundur Stúfur fer í sumarfrí og Ari Yates höfundur Stúfur bjargaði jólunum lesa upp úr bókum sínum og segja frá teikningum og skrifum bókanna. Nemendur frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja tvö lög.

Hvar: Bókasafn | Miðjan

Hvenær: Laugardaginn 26. nóvember kl. 13.00 til 14.00

 

Djús og piparkökur fyrir alla krakka :) Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Um bókina Stúfur fer í sumarfrí: "Stúfi dauðleiðist uppi í fjöllunum á sumrin. Það er allt hálf dauft og eini leikurinn sem þeim bræðrum dettur í hug að leika er Stafakast, sem verður fljótt leiðinlegt. Stúf langar að upplifa ævintyri. Til allrar hamingju hefur hann kynnst Lóu" (Lestrarklefinn.is).

Um bókina Stúfur bjargaði jólunum: "Stúfur er argur jólasveinn. Hann upplifir sig tilgangslausan og telur nafn sitt bera þess merki að hann sé ónothæfur sem jólasveinn. Bræður hans hafa jú nöfn sem vísa til þeirra hlutverka, Bjúgnakrækir eltist við bjúgun, Skyrgámur við skyrið og svo frameftir götunum. En Stúfur telur sitt hlutverk eingöngu það að vera lítill og taka við háðsglóðsum frá bræðrum sínum þess vegna, þar að auki finnst honum þessi hefð, að gefa í skóinn, frekar asnaleg svo hann strunsar að heiman og segir starfi sínu sem jólasveinn lausu" (lestrarklefinn.is).

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja