Bókabíó - Lína langsokkur á ferð og flugi

Lína langsokkur á ferð og flugi

 

Föstudaginn 25. maí klukkan 16.30 verður myndin Lína langsokkur á ferð og flugi sýnd í Bókabíói Bókasafns Reykjanesbæjar.

Lína langsokkur og ævintýri hennar hafa löngum verið vinsæl líkt og önnur ævintýri eftir Astrid Lindgren. Í þessari mynd eru Anna og Tommi og orðin þreytt á nöldrinu í mömmu sinni og ákveða að fara að heiman. Þau taka hina uppátækjasömu vinkonu sína Línu að sjálfsögðu með því hún veit sko hvernig á að upplifa ævintýri!

Myndin er 95 mínútur og enginn aðgangseyrir.

Bókabíó verður ekki á dagskrá í júní, júlí og ágúst en hefst aftur í september.

 

Tilboð í Ráðhúskaffi og allir hjartanlega velkomnir!