bryggjuhusid.jpg
« Fyrri mynd
Næsta mynd »
Bryggjuhúsið er elsta húsið í Duushúsalengjunni og það merkasta. Það var byggt 1877 af Hans Peter Duus, dönskum kaupmanni. Húsið er mjög stórt á þeirra tíma mælikvarða, 250 m2 að grunnfleti og alls þrjár hæðir. Mikið er eftir af upprunalegu efni í húsinu sem eykur varðveislugildi þess. Húsið var tekið í notkun eftir miklar endurbætur vorið 2014 og þar er nú aðal sýningarsalur Byggðasafns Reykjanesbæjar.