Steingrímur Trölli KE 81

 Steingrímur Trölli KE 81

Líkan af bátnum  Steingrímur Trölli KE 81  smíðað af Grími Karlssyni.

Skipið hét Steingrímur Trölli ST 2 í upphafi og var smíðað í Þýskalandi  árið 1952 úr stáli. 249 brl. 800 ha. MWM díesel vél. Eigandi Ríkissjóður Íslands, Hólmavík, frá 7. ágúst 1959. Skipið selt 30. október 1962 Steingrími h/f, Keflavík, skipið hét Steingrímur Trölli KE 81.  Selt 31. mars 1965 Steingrími h/f Eskifirði, skipið hét  Hólmanes SU 120. 30. október 1967 voru skráðir eigendur Steingrímur h/f og Hraðfrystihús Eskifjarðar h/f, Eskifirði. Skipið selt 5. nóvember 1972 Bjargi h/f, Patreksfirði, skipið hét Jón Þórðarson BA 180. Það var endurmælt 1973 og mældist þá 228 brl. Skipið var talið ónýtt og tekið af skrá 21. október 1982.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 4.b., s. 13-14. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.