Olivetta EA 27

Olivetta EA 27Líkan af seglaskipinu  Olivetta EA 27  smíðað af Grími Karlssyni. 

Olivetta (skráð með -a í endann eins og á líkaninu) eða Olivette EA 27 (eins og stendur með -e í endann í bókinni Íslensk skip 1),  var smíðuð í Englandi 1883 úr eik. 37 br. Var með hjáparvél, ókunn. Eigendur Guðumundur S. Th. Guðmundsson, Hafliði Guðmundsson, Bjarni Thorsteinsson, Helgi Hafliðason, Hannes Hannesson, A. C. Sæby, Steinn Einarsson, Ágúst Thorsteinsson, Ólafur Sigurðsson og G. Jörundsson, allir á Siglufirði, frá 27. ágúst 1904. Seldur 10. september 1914 Ólafi Jóhannessyni, Vatneyri, Patreksfirði, báturinn hét Olivette BA 126. 1924 var sett í hann 12 ha. Sóló vél. Seldur 17. október  1931 Samvinnufélagi Flateyjar, Flatey, Breiðafirði. Seldur 26. október 1936 Bergsveini Jónssyni og Sigurði Ágústssyni, Stykkishólmi, báturinn hét Olivette SH 3. 1937 var sett í bátinn 80 ha. Alpha vél. 1944 var báturinn lengdur og mældist þá 41 brl., um leið var sett í hann 170 ha. Buda díesel vél. Báturinn var seldur 15. desember 1952 Útgerðarfélagi Höfðakaupstaðar, Höfðakaupstað, báturinn hét Auðbjörg HU 7. 1958 var sett í bátinn 240 ha. GM díesel vél og þá var báturinn endurbyggður þriðja sinni. Seldur 14. október 1961 Vísi h/f, Kópavogi, báturinn hét Guðbjörg KÓ 60. Hann var talinn ónýtur og tekinn af skrá í október 1964.

Heimild: Jón Björnsson : Íslensk skip, 1. b., s. 127. Iðunn 1998.

Þegar smellt er á myndirnar hér fyrir neðan birtast stærri myndir.

Olivetta EA 27Olivetta EA 27Olivetta EA 27