Hjartasöngur í Reykjanesbæ - Ungbarnaópera

Ókeypis aðgangur en skráning nauðsynleg! Sjá upplýsingar:
 
Hjertelyd eða Hjartasöngur er ungbarnaópera fyrir börn á aldrinum 0-2,5 árs og forráðamenn þeirra.

Í sýningunni er litlum og stórum áhorfendum boðið í ferðalag inn í blíðan og rólegan skynjunarheim. Börnin geta kannað umhverfi sitt á öruggan hátt meðan tónlistin hljómar í kring og stórir og dúnmjúkir koddar og önnur notaleg og ullarkennd efni umkringja rýmið.
 
Það er pláss fyrir alla í Hjartasöng - í sýningunni opnast börnunum töfraheimur með samspili lita og hljóða. Þá verða hreyfingar og hljóð barnanna sjálfra jafnframt hluti af flutningnum - og þau upplifa ef til vill óperutónlist í fyrsta sinn! Áhorfendur sitja í hring í kringum lítið svið og börnin geta auðveldlega skriðið um og heilsað upp á tónlistarfólkið og rýnt nánar í leikmuni sýningarinnar.

Engrar tungumálakunnáttu er krafist þar sem lögð er áhersla á leik að hljóðum og orðum á ýmsum tungumálum. Börn sem ekki eru farin að tjá sig á tungumáli, fá þá tækifæri til að upplifa sýninguna með öllum líkamanum og skynfærum.
Markmið verksins er að gera gestum auðvelt og aðgengilegt að njóta tónlistar og taka þátt í listsköpun.
 
Tónlistin í verkinu er eftir Sam Glazer og handritshöfundur er Zoë Palmer. Tanja Bovin hannaði leikmynd og Marlene Smith gerði kóreógrafíu.
Verkefnið er unnið í samstarfi við Norræna húsið og styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og Barnamenningarsjóði. Sýningin í Reykjanesbæ er styrkt sérstaklega af Reykjanesbæ.
 
2 sýningar í boði. kl: 10-10:45 og 11:30-12:15
Athugið að aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að taka frá miða með því að senda póst á menning@reykjanesbaer.is
---
Free event but reservation of tickets is necessary, see below.
 
“HjerteLyd" is an opera for babies aged 0 - 2.5 years and their parents. "HjerteLyd" is an opera that opens the doors to a sensory universe. It is done in a gentle way that creates presence for both little and big ones. Surrounded by soft furry cushions, smooth and woolly textures in bright and dark shapes, babies can safely explore while the music floats around them.
Drawn into a landscape of colors and sounds, the babies' own sounds and physical activities become part of the performance, where there is room for everyone - even those who are experiencing opera for the very first time.
The audience sits in a circle around the small stage of the performance, where children can easily crawl in and interact with the musicians and props. No language skills are required to experience the performance, as it is mostly presented using play with sounds and words in various languages. Therefore, children who have not yet started expressing themselves verbally have the opportunity to experience it with their whole bodies and all their senses wide open.
The music is composed by Sam Glazer and text is by Zoë Palmer. Tanja Bovin made the set design and Marlene Smith the choreography.
Please not that entry is free but it's necessary to reserve tickets by sending an email to: menning@reykjanesbaer.is
This project is supported by the Nordic House, the Nordic Culture Point and the Icelandic Children's Cultural Fund. This performance is supported by Reykjanesbær. 
Sýna minna
Keflavík