Fögnum sumri

Laugardaginn 26. maí klukkan 11.30 byrja Halla Karen og Sigurður Smári daginn með söng og sögum úr bókum vetrarins í Notalegri sögustund.

Frá klukkan 12.00 - 14.00 geta allir komið með reiðhjólin sín og bolta fyrir utan safnið þar sem Hjólaviðgerðir Helga verða og pumpa í dekk eða bolta og smyrja keðjur.

Klukkan 12.00 hefjast líka Krakkakosningar í safninu þar sem börn geta farið í kjörklefa og kosið um málefni Bókasafns Reykjanesbæjar. Hvað vilja þau helst gera og sjá í bókasafninu sínu.


Allir krakkar sem skrá sig í Sumarlestur geta unnið HM bolta og bók en dregnir verða út 2 vinningar í lok dags.


Allir hjartanlega velkomnir