Munasafn

Safnað er efnislegum gripum sem tengjast sögu samfélagsins. Þetta geta verið, vélar og ýmis atvinnutæki, fatnaður og persónulegir munir, húsbúnaður, gripir sem tengjast félags- og tómstundastarfi.

Haldið er utan um safn þessara gripa í Sarpi, sem er menningarsögulegur gagnagrunnur. Í Sarpi eru tæplega 14 þúsund færslur í munaskrá Byggðasafns Reykjanesbæjar en flestar færslurnar eru aðgengilegar á vefnum.

Nú er átak í gangi að taka myndir af öllum safngripunum en vonast er til að þeirri vinnu ljúki innan fárra ára.

Tekið er á móti nýjum gripum samkvæmt söfnunarstefnu safnsins og stofnskrá safnsins.