Myndlistarsýningin List sem gjaldmiðill sýnd í bókasafninu

Opnun sýningarinnar List sem gjaldmiðill - ARTMONEY NORD fór fram á fimmtudeginum á Ljósanótt, 30.ágúst  í Átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar.

ARTMONEY NORD er myndlistarverkefni þar sem listamenn af Norðurlöndunum skapa sinn eigin gjaldmiðil.

Artmoney er val um „gjaldmiðil“ þar sem hægt er að velta fyrir sér hvað er sanngjarnt menningar- og efnahagslegt verðgildi í listum.

 ARTMONEY NORD er hópur norrænna listamanna sem deila í þessu verkefni sínum persónulegu hugmyndum um hvernig við metum list að verðleikum og hvernig þær hugmyndir eru hreyfanlegar og mynda með sér nýjar tengingar.

 Verkefnið samanstendur af sýningum, vinnustofum listamanna ásamt formlegum og óformlegum fyrirlestrum. Verkefnið hófst á bókasafninu í Árhúsum, Dokk1 sumarið 2017 á hátíðarviku Árhúsa og  hefur verkefnið einnig farið fram í TRYK2 í listaviku Bornholm, Norrænu stofnuninni í Álandseyjum og Rikhardinkatu Bókasafninu í Helsinki.

 Nú er komið að Íslandi þar sem verkefnið stendur til 16. október í Bókasafni Reykjanesbæjar.

https://artmoneynord.wordpress.com/

 

English: 

ART AS AN ALTERNATIVE VALUE

Opening of the exhibition ARTMONEY NORD was onThursday August 30th at Reykjanesbær public library. 

Artmoney is a conceptual art project, where artists create their own money.

Artmoney is an alternative ‘currency’ that addresses subjects like social and economical value and fairness.

ARTMONEY NORD is a selected group of Nordic artists displaying very personal ideas and statements on art as a value that can circulate and form new relationships and ways of thinking of ‘value’. The project will unfold during exhibitions, lectures, artists’ talks and creative workshops. It was  launched at Dokk1 late summer 2017 during the Aarhus Festival Week, at TRYK2 i Bornholms Kulturuge September 2017, at NIPÅ, Nordic Institute at Aaland Islands in February-March 2018, and at Rikhardinkadun kirjasto in Helsinki in June 2018.

https://artmoneynord.wordpress.com/