Bókakonfekt 2022

Bókakonfekt Bókasafnsins verður haldið fimmtudaginn 1. desember kl. 20.00. Rithöfundarnir Úlfar Þormóðsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir og Jóhann Helgason lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Einnig verður boðið upp á tónlistaratriði með jólaívafi frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Hvar: Bókasafn | Miðjan

Hvenær: Fimmtudaginn 1. desember kl. 20.00

Kaffi og konfekt :) Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja.