VERULEIKINN OG VINDINGAR HANS

 Úrval pólskrar grafíklistar til sýnis á Ljósanótt

 

Í september fer í hönd árleg „Ljósanótt“ Reykjanesbæjar með listsýningum og öðrum menningarviðburðum á Suðurnesjum. Nú verður kastljósi sérstaklega beint að framlagi Pólverja til listar og menningar þar sem vitað er að hartnær fjórðungur bæjarbúa er nú af pólskum uppruna.  Af þessu tilefni verður opnuð vegleg sýning á pólskri grafíklist í Listasafni Reykjanesbæjar þann 5.september n.k. undir yfirskriftinni Veruleikinn og vindingar hans, úrvalsgrafík frá Póllandi. Sýningin er sérstaklega valin fyrir Listasafnið af Jan Fejkiel, forstöðumanni Fejkiel gallerísins í Kraká, en sú stofnun nýtur mikillar virðingar innan og utan Póllands fyrir vandaðar sýninga-og útgáfustarfsemi í þágu pólskrar grafíklistar á undanförnum tveimur áratugum. Fejkiel verður viðstaddur sýningaropnun og mun svo kynna verkin á sýningunni bæði fyrir samlöndum sínum á Íslandi og öðrum gestum sunnudaginn 8.september kl.14.00.

Staðsetning Fejkiel-galleríssins í Kraká er engin tilviljun, þar sem listaakademían þar í borg hefur frá upphafi útskrifað fleiri þekkta grafíklistamenn en nokkur annar listaskóli í Póllandi. Úrval verka eftir eldri kynslóð þessara grafíklistamanna gat að líta á eftirminnilegri sýningu að Kjarvalsstöðum árið 1977; á sýningunni í Listasafni Reykjaness er yngsta kynslóð pólskra grafíklistamanna aðallega í sviðsljósinu.

Einhverjir kannast e.t.v. vill verk þeirra Jaceks Sroka og Wejman-hjónanna, sem haldið hafa einkasýningar á Íslandi, en þau sýna hér ný verk, en að auki eru á samsýningunni verk eftir nokkra þekktustu grafíklistamenn Pólverja í dag, eins og Jerzy Jędrysiak, Krzystof Skórczewski og Jan Pamuła, sem er frumkvöðull í gerð stafrænna grafíkverka í Evrópu. Alls eru sýnendur 25 talsins. Mestur hluti verkanna verður til sölu.

Safnið er opið alla daga frá 12.00-17.00.

....

5-go września o godz.18:00 w Muzeum Sztuki w Reykjanesbær (Duus Safnahús) otwarta zostanie wystawa, na której będzie można zobaczyć ponad 50 prac polskiej grafiki. Wystawa została zorganizowana we współpracy z cieszącą się dużym uznaniem zarówno w Polsce, jak i poza jej granicami Jan Fejkiel Gallery z Krakowa. Przedstawiciele Ambasady Rzeczpospolitej Polskiej w Islandii biorą udział w otwarciu wystawy. Jan Fejkiel przedstawi zebranym gościom wybrane dzieła.

Muzeum jest otwarte codziennie w godzinach 12:00-17:00, a ekspozycja Rzeczywistość i jej wariacje będzie wystawiona do 3 listopada.