Útgáfuhóf

Útgáfuhóf

 

Fimmtudaginn 15. febrúar klukkan 20 verður útgáfuhóf í Bókasafni Reykjanesbæjar. Marta Eiríksdóttir er fædd og uppalin í Keflavík en er búsett í Noregi um þessar mundir. Hún er nú að gefa út sína þriðju bók og kemur á heimaslóðir í tilefni þess. 

Marta hefur skrifað bækurnar  Mei mí beibísitt? æskuminningar úr bítlabænum Keflavík sem fjallar m.a. um það hvernig það var að vera barn þegar hermannafjölskyldur bjuggu mitt á meðal Íslendinganna þar. Einnig skrifaði hún bókina Becoming Goddess - Embracing your power

Mikil leynd hvílir yfir nýjustu bók Mörtu og verður titill hennar og umfjöllunarefni opinberað um mánaðarmótin janúar - febrúar. 

 

Boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir hjartanlega velkomnir.