Umhverfisvæn jól - sápugerðarnámskeið

Dagana 5.-10. desember mun Bókasafn Reykjanesbæjar bjóða upp á viðburði sem miða að því að gera jólin umhverfisvænni.

Laugardaginn 8. desember kl. 16-18 og mánudaginn 10. desember kl. 19-21 verður sápugerðarnámskeið í bókasafninu.

Búðu til þínar eigin sápur sem hægt er að gefa í jólagjöf. Takmörkuð pláss í boði – skráning hér:

SKRÁNING LAUGARDAGINN 8. DES - UPPBÓKAÐ

SKRÁNING MÁNUDAGINN 10.DES - UPPBÓKAÐ

Athugið að hver þátttakandi tekur aðeins þátt annan daginn. Allt efni verður til staðar. Ókeypis og allir velkomnir!

 Viðburðurinn er hluti af verkefninu „Aukinn menningar- og félagsauður innflytenda í Reykjanesbæ“ og er styrkt af Velferðarráðuneytinu.