Tréskurðarverk Benedikts Mána

Í Bókasafni Reykjanesbæjar stendur nú yfir sýning á tréskurðarverkum Benedikts Mána.
 
Við aðalinngang safnsins er stór glerskápur sem geymir verk listamannsins.
 
Benedikt Máni er 13 ára gamall og hefur einungis fengist við útskurð í eitt ár en hann hefur náð ótrúlegri færni.
 
Sýningin stendur yfir í rúmar 5 vikur, eða fram í byrjun mars.
 
Verk Benedikts eru til sölu og geta áhugasamir kaupendur haft samband við móður Benedikts í gegnum netfangið stinastud1@simnet.is .
 
Benedikt
 
Benedikt stillir upp í sýningarskápinn
 
Benedikt
 
Andlit sem Benedikt skar út
 
Benedikt
 
Benedikt með eitt verka sinna