Rafbókasafnið er opið allan sólahringinn

Í Rafbókasafninu er að finna þúsundir bókatitla flesta á ensku en líka á íslensku. Þar er að finna bæði rafbækur og hljóðbækur. 

Til þess að tengjast Rafbókasafninu þarf að sækja snjallsímaforritið Libby eða Overdrive. Það þarf að vera með gilt bókasafnskort (og númerið á kortinu) hjá bókasafninu þínu ásamt lykilorði (sama og inn á leitir.is og sjálfsafgreiðsluvélar) 

Ef þú þarft aðstoð við uppsetningu á þitt tæki bjóðum við hana í síma 421-6770 alla virka daga milli klukkan 10.00 og 11.00.

Nánari upplýsingar er einnig hægt að nálgast hér; https://sofn.reykjanesbaer.is/bokasafn/safnakostur/rafbokasafnid