Opnun sýninga Byggðasafns

Sýningin "Hlustað á hafið" í Gryfjunni.
Sýningin fjallar um náin tengsl sjómanna árabátatímans við hafið umhverfis Reykjanesið. Íbúar þessa svæðis áttu allt sitt undir hafinu og því sem sjórinn gaf. Undir yfirborðinu var gullkistan sem sjómenn sóttu lífsviðurværið í, án auðugra fiskimiða nærri landi hefði svæðið trauðla haldist í byggð. 

Sýningin "Fólkið í kaupstaðnum" í Bíósalnum.
Á sýningunni gefur að líta sýnishorn af ljósmyndum í eigu Byggðasafns Reykjanesbæjar með sérstakri áherslu á ljósmyndir Heimis Stígssonar og Jóns Tómassonar. Þema sýningarinnar er fólk og mannlíf í kaupstaðnum Keflavík og nágrannabænum Njarðvík á árunum 1944 til 1994.

Sýningin er jafnframt tileinkuð nýjum ljósmyndavef Byggðasafns Reykjanesbæjar, www.reykjanesmyndir.is, sem verður opnaður við þetta tilefni.